Um Orkuvaktina

Orkuvaktin er hluti Orkusviðs ICEconsult og er leiðandi á sviði orkuráðgjafar fyrir fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Íslandi.  Við tryggjum viðskiptavinum okkar bestu mögulega orkuverð og hagstæðustu orkunotkun með lægsta mögulega tilkostnaði.

Reynsla á sviði orkuráðgjafar og vöktunar spannar áratugi bæði á sviði heits vatns og rafmagns og eru viðskiptavinir allt frá litlum fjölbýlishúsum að stærstu fyrirtækjum landsins.

Orkuvaktin tryggir viðskiptavinum sínum hagstæðustu lausnir hverju sinni með notkun nútíma tækni og sérhæfðs hugbúnaðar.  Þetta gerum við m.a. með:

  • Virku eftirliti með verðbreytingum á orkumarkaði.
  • Notkun rafrænna innviða hjá veitufyrirtækjum.
  • Sérhæfðum hugbúnaði til greiningar á orkunotkun.
  • Fullkomnum eftirlitskerfum og vefaðgangi fyrir viðskiptavini.
  • Reglulegri sendingu rafrænna skýrslna í tölvupósti til viðskiptavina.

Hafðu samband og við við skoðum möguleika þíns fyrirtækis að kostnaðarlausu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600