OR og OV hækka raforkuverð

FréttirRagnar2.10.2010

Þann 1. október hækkaði Orkuveita Reykjavíkur raforkuverð um 11% eins og boðað hafði verið.  Einnig hækkaði Orkubú Vestfjarða raforkuverð um 5,3%.  Þetta er í annað sinn á árinu sem þessir orkusalar hækka verð.  Orkusalar birta eingöngu verð á almennum orkutaxta og ef skoðuð er hækkun á þessum taxta frá upphafi árs er niðurstaðan fyrir helstu orkusala eftirfarandi:

Orkusali 1. janúar [kr/kWst] 1. október [kr/kWst] Hækkun á árinu
Fallorka 4,17 4,51 8,2%
HS Orka 4,08 4,39 7,6%
Orkubú Vestfjarða 4,01 4,35 8,5%
Orkusalan 4,11 4,45 8,3%
Orkuveita Reykjavíkur 3,94 4,61 17,0%

Orkubú Vestfjarða býður samkvæmt þessu hagstæðasta verð á almennum orkutaxta en hún hentar heimilum og litlum fyrirtækjum.  Þess ber að geta að orkusalar bjóða flestir afsláttarkjör til fyrirtækja gegn samningum til nokkurra ára.

Heildaráhrif hækkana

Heildarkostnaður vegna raforkukaupa fyrirtækja skiptist í dreifingu, flutning, orku og orkuskatt.  Hlutur orku er nálægt helmingi af heildarkostnaði svo áhrif hækkana á heildarkostnað raforku er gróflega um helmingur. Þannig hækkar heildarkosntaður á dreifiveitusvæði OR og kaupa jafnframt orku hjá OR um 5,7% séu þau á almennum orkutaxta í dreifingu og orku.

Stofnanir og heimili fá ekki endurgreiðslu á virðisaukaskatti svo hann bætis við heildarkostnað þeirra.  Hlutfallsleg hækkun verður þó sú sama, þ.e. 5,7% miðað við dæmið að ofan.

Ekki mælikvarði á verð til fyrirtækja

Orkuvaktin vekur athygli á því að taxtar sem sérstaklega eru ætlaðir fyrirtækjum eru flóknari að uppbyggingu og því alls ekki hægt að gera ráð fyrir að sá orkusali sem ódýrastur er á ofangreindum taxta sé hagstæðastur fyrir tiltekið fyrirtæki.  Orkuvaktin býður fyrirtækjum greiningu á hagræðingarmöguleikum í orkukaupum þeim að kostnaðarlausu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600