Raforkukaup fyrir milljarð skoðuð

FréttirRHG17.11.2010

Á því fimm mánaða tímabili sem Orkuvaktin hefur að boðið fyrirtækjum að skoða hagræðingarmöguleika í innkaupum á raforku að kostnaðarlausu hafa kaup fyrir ríflega milljarð á ári verið skoðuð (heildarkostnaður án vsk).  Af þeim aðilum sem skoðaðir hafa verið hafa 86% geta hagrætt í innkaupum.  Að meðaltali hefur þessi hagræðing numið 3,8% af heildarkostnaði vegna raforku en sést hafa tölur  allt að 15%.

Við faglega úttekt á raforkukostnaði (e. energy audit) má gera ráð fyrir því að hagkvæmt sé að ná um 5% sparnaði til viðbótar með því að minnka sóun og breyta notkunarmynstri.  Heildarsparnaður vegna raforkukaupa getur því verið nálægt 10%.

Um langt árabil hefur ICEconsult boðið sambærilega þjónustu fyrir heitt vatn og er reynslan sú að umframnotkun er að meðaltali um 20%.

Sé þetta tekið saman kemur í ljós að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Íslandi geta lækkað orkukostnað um 4 - 5 milljarða á ári.  Til að setja þann orkusparnað sem af því leiddi í samhengi við eitthvað sem við þekkjum, þá jafngildir það um það bil þrefaldri framleiðslu Hitaveitu Suðurnesja á heitu vatni og um það bil þeirri raforku sem Steingrímsstöð framleiðir.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600