Fyrirtæki skipta oftar um orkusala

FréttirRHG17.12.2010

Í nýju yfirliti Netorku yfir söluaðilaskipti raforku má sjá að á þessu ári hefur nokkur aukning orðið í fjölda fyrirækja sem sjá sér hag í að skipta um orkusala. Þetta má sjá á eftirfarandi mynd sem sýnir mánaðarlegan meðalfjölda fyrirtækja sem skiptir um orkusala eftir árum.

news_soluadilaskiptatidni_til_nov_2010

Fyrirtæki hafa ýmsar leiðir til að hagræða í raforkumálum hjá sér og ein af þeim er að leita tilboða hjá orkusölum.  Það er sú leið sem skilað getur mestum árangri með minnstri fyrirhöfn.  Það þarf ekki endilega að leiða til þess að skipt sé um orkusala því það kann að koma í ljós að núverandi orkusali bjóði bestu kjör.  Engu að síður skilar ferlið ávallt lægra orkuverði hafi fyrirtækið ekki þegar samið um orkukaup á afsláttarkjörum.  Orkuvaktin býður fyrirtækjum að skoða hagræðingarmöguleika í raforkukaupum þeim að kostnaðarlausu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600