Verð á raforku hækkar

FréttirRagnar2.7.2010

Þann 1. júlí hækkaði Landsvirkjun verð á raforku í heildsölu hjá sér um 8,3%.  Í kjölfar þess hafa Orkuveita Reykjavíkur og Orkusalan hækkað verð hjá sér.  Engin ákvörðun liggur fyrir um hækkun hjá Fallorku né Orkubúi Vestfjarða. HS Orka hækkaði sína gjaldskrá 1. mars.  Eftirfarandi tafla sýnir samanburð á hækkunum á almennri gjaldskrá hjá þessum fyrirtækjum.

  Var [kr/kWst] Verður [kr/kWst] Hækkun Athugasemdir
Orkuveita Reykjavíkur 3,94 4,15 5,3%  
Orkusalan 4,11 4,45 8,3%  
HS Orka 4,33 4,43 2,3% Hækkaði 1. mars

Verð eru án virðisaukaskatts.

Gera má ráð fyrir samsvarandi hækkunum á öðrum gjaldskrám.  Orka er venjulega nálægt helmingur af heildarkostnaði raforku hjá fyrirtækjum svo viðskiptavinir þessara fyrirtækja geta búist við að áhrif þessara hækkana á heildarkostnað raforku verði um helmingur þessara prósentuhækkunar.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600