Verðhækkanir komnar fram

FréttirRHG2.8.2010

Nú hafa allir orkusalar hækkað verð á raforku í kjölfar hækkunar Landsvirkjunar 1. júlí síðastliðinn um 8,3%.  Nú 1. ágúst hækkaði HS Orka verð um 5,3% en í 1. mars hækkaði verð hjá þeim um 2,3%.  Fallorka hækkaði verð um 8,3% og Orkubú Vestfjarða um 3%.  Orkusalar birta eingöngu verð á almennum orkugjaldskrám og ef skoðuð er hækkun á þessari gjaldskrá frá upphafi árs er niðurstaðan fyrir helstu orkusala eftirfarandi:

Orkusali 1. janúar 1. ágúst Hækkun á árinu
Fallorka 4,17 4,51 8,2%
HS Orka 4,08 4,39 7,6%
Orkubú Vestfjarða 4,01 4,13 3,0%
Orkusalan 4,11 4,45 8,3%
Orkuveita Reykjavíkur 3,94 4,15 5,3%

Orkubú Vestfjarða býður samkvæmt þessu hagstæðasta verð á almennri orkugjaldskrá en hún hentar heimilum og litlum fyrirtækjum.  Búast má við því að aðrar gjaldskrár hækki álíka mikið.

Orkuvaktin vekur athygli á því að gjaldskrár sem henta flestum fyrirtækjum eru flóknari að uppbyggingu og því alls ekki hægt að gera ráð fyrir að sá orkusali sem ódýrastur er á ofangreindri gjaldskrá sé hagstæðastur fyrir tiltekið fyrirtæki.

Ef fyrirtæki stendur í þeim sporum að velja orkusala bendir Orkuvaktin einnig á að verulegar líkur eru á hækkunum hjá Orkuveitu Reykjavíkur á næstunni.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600