Áhrif hækkana á stöðu OR á raforkumarkaði

FréttirRagnar29.8.2010

Samkeppni ríkir á markaði með raforku og eitt helsta hlutverk Orkuvaktarinnar er að vakta breytingar sem þessar og tryggja sínum viðskiptavinum raforku á sem hagstæðustu verði.  Nú hefur OR boðað 11 % hækkun á raforkugjaldskrá sinni, svo áhugavert er að skoða hvaða áhrif sú hækkun hefur á fyrirtækjamarkaðinn.   Raforkugjaldskrár sem henta flestum fyrirtækjum best eru með þeim hætti að raforkuverð er mjög háð notkunarmynstri.  Eina leiðin til samanburðar er því að reikna kostnað út frá notkunarmynstri hvers fyrirtækis.

Orkuvaktin tók 50 mælinga úrtak úr gagnagrunni sínum og bar saman stöðu Orkuveitu Reykjavíkur á þessum markaði fyrir og eftir hækkun.  Niðurstaðan er afgerandi:

Fyrir hækkun:

  • OR ódýrust í 44 tilfellum eða 88% tilfella
  • OR næstódýrust í 6 tilfellum eða 12% tilfella

Eftir hækkun:

  • OR aldrei ódýrust
  • OR næstódýrust í 14 tilfellum eða 28% tilfella

Hér er reiknað með að allar raforkugjaldskrár OR hækki flatt um 11% og þá allir gjaldskrárliðir jafnt.

Úrtakið er úr mælingum margra ólíkra atvinnugreina og mismunandi orkunotkunar.  Raforkukostnaður fyrirtækjanna í úrtakinu er frá 600 þúsund til 16 milljónir á ári.

Frétt síðast uppfærð 31. ágúst kl. 09:13.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600