OR dregur úr hækkunum

FréttirRHG26.9.2010

Haft var eftir Flosa Tryggvasyni stjórnarformanni Orkuveitu Reykjavíkur í frétt á ruv.is að ákveðið hefði verið að hækka gjaldskrár fyrirtækisins ekki eins mikið og nauðsyn hefði þótt til, en mæta því hins vegar með auknum niðurskurði í rekstri.  Tilkynnt hafði verið um 40% hækkun á gjaldi fyrir raforkudreifingu og 11% hækkun á raforku.  Ekki hefur verið gefið út hve miklar gjaldskrárhækkanir verða en eins og fram kom í frétt Orkuvaktarinnar frá 29. ágúst hefði 11% hækkun á raforkuverði veruleg áhrif á samkeppnisstöðu Orkuveitunnar í raforkusölu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600