ICEconsult kaupir Orkuvaktina

FréttirRHG30.9.2010

Öflugri þjónusta í orkumálum - fleiri hagræðingarmöguleikar

ICEconsult hefur fest kaup á öllu hlutafé í Orkuvaktinni ehf.  Starfsemi Orkuvaktarinnar verður rekin með svipuðu sniði áfram og munu viðskiptavinir ekki verða varir við neinar breytingar á þjónustunni fyrst um sinn.  ICEconsult hefur langa reynslu í orku- og kerfisvöktun fyrir fasteignaeigendur og mun þessi sameining verða til að efla þjónustuna.  Þeir sem ekki hafa þegar reglulega vöktun á heitavatnsnotkun eru hvattir til að hafa samband.  Miklar líkur eru á því að lækka megi þann kostnað.

Hagræðing í rekstri stoðþjónustu

ICEconsult hefur þróað aðferðafræði til að stýra stoðþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki með markvissum hætti.  MainManager er vefkerfi ICEconsult sem byggir á yfirgripsmikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði sem og hugmyndafræði sem nefnist aðstöðustjórnun (e. Facility Management).  Með notkun MainManager er tryggt að reksturinn verði faglegur, hagkvæmur og gagnsær.  Kerfið er nú notað við rekstur þúsunda mannvirkja, hér á landi, í Danmörku þar sem ICEconsult rekur útibú og í Bretlandi þar sem fyrirtækið hefur dreifingaraðila.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600