Raforkudreifing hækkaði um áramót

FréttirRHG3.1.2011

Nú um áramótin hækkuðu Rarik, Orkubú Vestfjarða (OV) og HS Veitur gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning á raforku.  Þann 1. nóvember síðastliðinn hækkuðu OR og Norðurorka sínar gjaldskrár og sú síðasta, Rafveita Reyðarfjarðar, hefur tilkynnt hækkun frá 1. febrúar næstkomandi skv. upplýsingum frá Orkustofnun.  Hafa þá allar dreifiveitur á landinu hækkað gjaldskrár sínar.

Rarik og OV hafa birt sínar hækkanir á vefnum HS Veitur ekki þegar fréttin er rituð.  Samkvæmt frétt vef Rarik nemur hækkun hjá þeim 8,3% og endurspeglar hækkun orkugjalds á almennum taxta í þéttbýli þessa prósentu en í dreifbýli er hækkunin minni.  Samkvæmt nýrri verðskrá á vef OV er samsvarandi hækkun almenns taxta hjá þeim 6% og samkvæmt upplýsingum frá HS Veitum er hækkun hjá þeim um 4,2% miðað við sömu forsendur.  Athygli vekur að Rarik gerir breytingar á afltöxtum og tímaháðum töxtum í dreifbýli með því að breyta vægi verðþátta þeirra.  Það getur valdið því hagstæðasti taxti einhverra mælinga breytist, og þurfa fyrirtæki í dreifbýli því að vera vakandi fyrir því.

Framsetning hækkana ógagnsæ

Framsetning í frétt Rarik um þessa hækkun er nokkuð dæmigerð fyrir dreifiveitur raforku en þó hún einfaldi að vissu marki framsetningu verð á flutnings- og dreifikostnaði felur hún jafnframt verð á hvoru fyrir sig og er því á kostnað æskilegs gagnsæis.  Flutningur raforku er í höndum Landsnets og er meðalkostnaður vegna hans nokkuð mismunandi á milli dreifiveitna.  Samkvæmt upplýsingum á reikningum Rarik er meðalkostnaður vegna hans um 1,29 kr/kWst í þeirra tilviki.  Flutningur hækkar ekki um áramótin og samkvæmt upplýsingum frá Landsneti hefur engin ákvörðun verið tekin um slíkt þar á bæ.  Afgangur gjaldsins er því dreifikostnaður sem greiðist til Rarik í þessu tilfelli.  Raunveruleg hækkun á dreifingu er því mun meiri en 8,3% eða 11,9% ef almennur taxti (VO110) er tekinn sem dæmi.  Í töflu 1 má sjá hækkun á dreifihluta almenns taxta í þéttbýli og dreifbýli hjá Rarik og samsvarandi taxta hjá OV og HS Veitum. Meðalflutningsjald hjá OV og HS Veitum á almennum taxta hefur verið 1,38 kr/kWst.

 

01.01.2010 [kr/kWst]

01.01.2011 [kr/kWst]

Hækkun

Rarik, VO110 - Þéttbýli

3,03

3,39

11,9%

Rarik, VO130 - Dreifbýli

4,60

5,03

9,3%

OV, A10T

2,64

2,88

9,1%

HS Veitur, AD1

2,94

3,12

6,1%

Tafla 1. Hækkun ef kostnaðarþáttur flutnings er skilinn frá.

Breytingar á vægi verðþátta í dreifbýlistöxtum Rarik

Eins og áður sagði vekur það athygli að nú eru gerðar eru breytingar á tímaháðum töxtum og afltöxtum í dreifbýli.  Þessar breytingar felast í því að vægi kostnaðarliða breytist.  Í töflu 2 er breyting allra orkukostnaðarliða í tímaháðum töxtum sýnd bæði fyrir þéttbýli og dreifbýli.

 

 

01.01.2010 [kr/kWst]

01.01.2011 [kr/kWst]

Hækkun

Þéttbýli

Orkugjald, sumar

2,08

2,25

8,2%

Orkugjald, vetrarnætur

2,32

2,51

8,2%

Orkugjald, vetrardagar

10,06

10,89

8,3%

Dreifbýli

Orkugjald, sumar

3,1

3,05

-1,6%

Orkugjald, vetrarnætur

3,41

3,38

-0,9%

Orkugjald, vetrardagar

12,97

14,73

13,6%

Tafla 2.  Breyting tímaháðs taxta Rarik í þéttbýli og dreifbýli. Flutningsgjald er inni í þessum verðum.

Hér sést greinilega aukið vægi vetrardaga á við aðra tíma í dreifbýli frá því sem fyrir var.   Ef nánar er skoðað kemur þó í ljós að verið er að gera hlutfallslegt vægi verðþátta það sama í dreifbýli og það hefur verið í þéttbýli.

Í töflu 3 er samsvarandi samanburður fyrir afltaxta.

 

 

Eining

01.01.2010

01.01.2011

Hækkun

VA210 - Þéttbýli

Fastagjald

kr/ári

248.176

268.774

8,3%

Orkugjald

kr/kWst

1,85

2,00

8,1%

Aflgjald

kr/kW/ár

6.622

7.171

8,3%

VA230 - Dreifbýli

Fastagjald

kr/ári

307.210

352.671

14,8%

Orkugjald

kr/kWst

2,82

2,61

-7,4%

Aflgjald

kr/kW/ár

8.198

9.322

13,7%

Tafla 3. Breyting afltaxta Rarik í þéttbýli og dreifbýli.

Hér eru einnig verulegar breytingar á vægi verðþátta.  Hér er það sama uppi á teningnum og fyrir tímaháða taxtann, verið er að gera hlutfallslegt vægi afls og orku það sama í dreifbýli og það hefur verið í þéttbýli.

Eins og áður hefur komið fram geta breytingar á vægi verðþátta breytt því hvaða taxti er hagstæðastur á hverjum stað svo fyrirtæki í dreifbýli þurfa að endurskoða þessi mál hjá sér vilji þau tryggja að þau kaupi raforku á hagstæðustu verði.

Orkuvakt ICEconsult býður forgreiningu á hagræðingarmöguleikum í raforkukaupum án endurgjalds.

Verð og kostnaðartölur eru án virðisaukaskatts

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600