Verulegir hagræðingarmöguleikar í heitavatnsnotkun

FréttirFFE1.2.2011

Orkusvið ICEconsult hefur sinnt ráðgjöf í hitakerfum fasteigna í yfir 25 ár og er reynslan sú að í stórum hluta fasteigna er veruleg sóun á heitu vatni til upphitunar.  Algengt er að sóunin sé á bilinu 20 - 60%.

Bætt hitamenning skilar um 30% lækkun hitunarkostaðar

Orkusvið ICEconsult (Orkuvaktin) hefur tekið saman niðurstöður af verkefni sem unnið hefur verið með fyrirtæki sem á fjölda fasteigna.  Langtímamarkmið verkefnisins er að bæta orkunýtni í 25 fasteignum til frambúðar. Í stuttu máli þá felst verkefnið í því að taka út hitakerfin skv. verklagi ICEconsult, gera tillögur að endurbótum sem miða að því að bæta orkunýtni og hitaþægindi fyrir starfsfólk ásamt því að koma á orkuvöktun. Verkefnið hófst í byrjun árs 2008 og í lok árs 2010 höfðu þær 11 fasteignir sem verst stóðu verið teknar fyrir. Niðurstaðan er sú að kostnaður við kaup á heitu vatni til upphitunar í þessum 11 byggingum hefur lækkað um 30% eða um rúmar 4 milljónir króna á ári. Fyrsta árið lækkað kostnaður um 1,8 m.kr., á öðru ári lækkaði hann aftur um 1,8 m.kr. og á því þriðja um 400 þ.kr. Samantekt af árangri má sjá á grafinu hér að neðan:

2011_jan_Arangur_af_orkuataki

Kostnaður við upphitun þessara 11 fasteigna ætti að vera 8,8 milljónir króna á ári miðað við viðmið. (Ath. öll verð eru á verðlagi 2010)

Spara má heitt vatn fyrir 2,4 milljarða á ári

Orkusvið ICEconsult flutti erindi á ráðstefnu um orkunýtni í byggingum sem Iðnaðarráðuneytið hélt í samstarfi við Orkustofnun, Orkusetur Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Neytendastofu og Samtök iðnaðarins í nóvember 2010.  Þar kom fram að með því að minnka sóun um 20% á landsvísu má spara 25 milljón m3 af heitu vatni á ári.

  • Það er í krónum talið um 2,4 milljarðar á ári!
  • Það svarar til ríflega þrefaldri framleiðslu Hitaveitu Suðurnesja á heitu vatni til upphitunar!

Í sama erindi kom fram að lækka má raforkukostnað fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga um nálægt 2 milljörðum króna.

 

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600