HS Orka hækkaði raforkuverð 1. janúar

Fréttirrhg6.2.2011

Þann 1. janúar síðasliðinn hækkaði HS Orka verð á raforku.  Ef litið er til þess taxta sem allir orkusalar birta, almenns orkutaxta þá hækkaði verð á honum úr 4,39 kr/kWst í 4,44 kr/kWst.  Þetta er hækkun upp á 1,1%.  Nokkuð miklar sviftingar hafa verðið á raforkumarkaði á undanförnu ári og óvenju margar og óvenju tíðar og miklar hækkanir orðið.  Í neðangreindri töflu má sjá verðbreytingar hjá helstu raforkusölum á landinu á milli ára.

  Orkugjald [kr/kWst]  
Veita 1. jan. 2010 1. jan. 2011 Hækkun
Orkubú Vestfjarða 4,01 4,35 8,5%
HS Orka 4,08 4,44 8,8%
Orkusalan 4,11 4,45 8,3%
Fallorka 4,17 4,51 8,2%
Orkuveita Reykjavíkur 3,94 4,61 17,0%

Fyrirtæki þurfa að skoða málið betur

Hér eru aðeins birt verð fyrir almenna taxta.  Þetta er taxti sem almennt hentar heimilum og fyrirtækjum sem nota raforku fyrir minna en 2 - 3 milljónir á ári (heildarkostnaður).  Fyrirtækjum sem nota meiri raforku gefst kostur á mun fleiri töxtum og þeir eru mismunandi milli orkusala.  Notkunarmynstur hefur í þeim tilfellum veruleg áhrif á hvaða taxti er hagstæðastur, og því hefur verð á almennum taxta lítið með það að gera hvaða orkusali er hagstæðastur í einstökum tilfellum.  Notkunarmynstur og afsláttarkjör hafa mest um það að segja.

Orkuvakt ICEconsult býður fyrirtækjum nú sem fyrr forgreiningu innkaupa á raforku þeim að kostnaðarlausu.  Hafa má samband í síma 412 8635 til að panta þessa þjónustu.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600