Heitt vatn hækkar í verði

FréttirRagnar4.5.2011

Í gær, 3. maí, hækkaði Orkuveita Reykjavíkur verð á heitu vatni um 8%.

Verð á hverjum rúmmetra af heitu vatni til húshitunar hjá OR hækkaði úr 105,44 kr í 113,88 kr.  Þessi hækkun kemur ekki á óvart þar sem hún hefur legið fyrir í þó nokkurn tíma. Orkuvaktin fylgist með verði hjá hitaveitum víðsvegar á landinu og hafa flestar veitur hækkað verð á síðustu 6 mánuðum.

Í töflunni hér að neðan má sjá samanburð Orkuvaktarinnar.

Verðbreytingar á heitu vatni

Athyglisvert er að heita vatnið í Reykjavík er rúmlega 70% dýrara en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi og 35% dýrara en í Mosfellsbæ.

Almennt þá er miðað við að heimili noti 1,5 rúmmetra af heitu vatni við að hita upp hvern rúmmetra heimilisins á ári.

Skoðum dæmi:
100 m2 íbúð þarf 360 m3 af heitu vatni á ári.
Í Reykjavík kostar þetta vatnsmagn 41.000 kr. (eftir hækkunina).
Á Seltjarnarnesi kostar það aðeins 24.000 kr.

Reynsla orkuráðgjafa Orkuvaktarinnar er sú að umframnotkun heimila og fyrirtækja sé 20 til 60% af heitu vatni á ári, það er því möguleiki hjá flestum heimilum landsins að snúa vörn í sókn og lækka hitunarkostnað sinn þó verðskráin hækki með einföldum og oft ódýrum aðgerðum. Stór húsfélög og fyrirtæki geta sparað sér stórar fjárhæðir með því að láta skoða orkunotkunina hjá sér og fá aðstoð frá sérfræðingum um hvernig megi hætta að sóa og byrja að spara.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600