Nýr staðall um orkustjórnun fyrirtækja

FréttirRHG14.6.2011

Í dag, 15. júní verður gefinn út alþjóðlegur staðall um orkustjórnun, ISO 50001.  Markmiðið með honum er að staðla viðmiðanir, auðvelda samanburð og skapa umhverfi sem stuðlar að bættri orkunýtingu með markvissum hætti.  Í staðlinum er kveðið á um að orkustjórnun eigi að vera sífelluverk og  kjarna hans má lýsa með eftirfarandi mynd:

ISO50001 Hringur

Öll fyrirtæki og stofnanir geta innleitt þennan staðal sér og umhverfinu til hagsbótar, en ekki eru gerðar sérstakar kröfur til orkumála fyrir innleiðingu.  Þess er eingöngu krafist að upphafsstaðan sé vel þekkt (gerð sé úttekt) og þaðan sé svo stefnan tekin á betri orkunýtingu með markvissum hætti.

Orkulausn MainManager styður vel við þennan staðal og er unnið að því að samþætta hana við þennan staðal.

Nánari upplýsingar um staðalinn má finna hér: Krækja [PDF]

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600