Góður tími til að skoða raforkuviðskipti

FréttirRagnar23.6.2011

Algengt er að uppsagnarákvæði í samningum um raforkuviðskipti milli fyrirtækja og raforkusala sé 6 mánuðir og að þeir framlengist sjálfkrafa um heilt ár, eða jafnvel lengur, um áramót sé þeim ekki sagt upp. Fyrir þau fyrirtæki sem hafa slíkan samning og ætla sér að endurskoða raforkukaup sín fyrir næsta ár er því ekki seinna vænna en að skoða þessi mál.

Fjöldi fyrirtækja hefur ekki enn leitað tilboða í raforkukaup sín. Orkureikningur þeirra vegna þess er hundruðum milljónum króna hærri en ella væri.

Einnig sýnir reynslan að oft er dreifitaxti ekki sá hagstæðasti sem í boði er. Umframgreiðslur fyrirtækja í landinu vegna þess hleypur einnig á hundruðum milljóna.

Líklegt er að heildarupphæðin sem fyrirtæki og stofnanir greiði af þessum ástæðum umfram það sem þau þurfa sé í grend við einn milljarð. Orkuvaktin hvetur því fyrirtæki til að skoða sín mál sem fyrst.

Ljosaperufigura
ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600