Verðhækkanir á raforku 1. júlí

FréttirRagnar6.7.2011

Þann 1. júlí síðastliðinn hækkaði Landsvirkjun verð á raforku í heildsölu um 2,8%. Reikna má með því að allir orkusalar hækki verð sitt í kjölfarið og hafa allir helstu orkusalar nema Fallorka tilkynnt sína hækkun. Eftirfarandi tafla sýnir hækkunina:

Orkusali 30. júní 1. júlí
Hækkun
Orkubú Vestfjarða 4,35 4,47 2,8%
Orkusalan 4,45 4,57 2,7%
HS Orka 4,44 4,59 3,4%
Orkuveita Reykjavíkur 4,61 4,74 2,8%

Orkusalar birta aðeins verð almennra orkutaxta sem henta helst heimilum og minni fyrirtækjum. Þessi röð endurspeglar því ekki endilega niðurstöðuna fyrir stærri notendur, en þeir hafa völ á öðrum töxtum.  Til að finna hagstæðasta orkusala og taxta fyrir fyrirtæki þarf því að reikna það sérstaklega út þegar stærri notendur eiga í hlut.  Þetta er hluti þeirrar þjónustu sem innleiðing hagstæðustu orkukaupa felur í sér hjá Orkuvaktinni.

Skilmálum breytt á afltaxta hjá OR í dreifingu

Um þessi mánaðarmót breytti Orkuveita Reykjavíkur skilmálum sínum fyrir dreifingu á afltaxta. Áður miðaðist gjaldfærður afltoppur ársins við hæsta meðalgildi afls í 15 mínútur. Nú hefur það breyst í 60 mínútna meðalgildi. Þessi breyting er í samræmi við tilskipun Orkstofnunar. Þetta gerir það að verkum að gjaldfærður afltoppur lækkar og til að vega á móti því hækkar aflgjald um 4,5%. Gera má ráð fyrir að þessi hækkun hafi lítil áhrif hjá flestum notendum á afltaxta, en þó kann kostnaður að hækka hjá sumum en lækka hjá öðrum.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600