Breskir neytendur hlunnfarnir af orkufyrirtækjum

FréttirRagnar15.10.2011

Samkvæmt frétt á Guardian ásakar breska orkustofnunin, ofgem (Office of the Gas and Electricity Markets) 6 stærstu orkufyrirtæki Bretlands um að margfalda hagnað sinn af viðskiptavinum sínum eftir röð hækkana.  Fyrirtækin beita ýmsum brögðum í því skyni að auka hagnað sinn og má þar nefna að neytendur geta valið úr um 400 mismunandi töxtum.

Samkvæmt könnun bresku neytendasamtakanna Which? eru orkufyrirtækin ennfremur slök í því að gefa viðskiptavinum ráð um hagstæðustu taxta hverju sinni.  Um það má lesa í annarri frétt á Guardian.

Sem betur fer er staðan ekki svo slæm fyrir heimili hér á landi þar sem aðeins er um einn taxta hjá hverju veitufyrirtæki að ræða fyrir hvern gjaldmæli auk þess sem orkuverð er umtalsvert lægra en í Bretlandi.  Orkuverðið er hinsvegar mjög líkt á milli fyrirtækja svo varla er hægt að tala um samkeppni í þeim efnum.  Við þekkjum þetta hinsvegar á símamarkaði, þar sem taxtar og tilboð breytast mun örar.

Fyrirtæki hér þurfa hinsvegar að vera meira á varðbergi hér á landi því þau hafa úr mun fleiri rafmagnstöxtum að velja en heimili.  Allir orkusalar, 6 að tölu, hafa þjrár grunngerðir taxta sem þó eru mismunandi samsettir.  Ennfremur er hver dreifiveita einnig með sínar þrjár taxtagerðir.  Fyrir hvern gjaldmæli rafmagns er því úr yfir 20 töxtum að velja.  Enn er þó aðeins um einn heitavatnstaxta að velja.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600