Gjöld vegna raforkudreifingar hækka

FréttirRagnar8.1.2012

Um áramótin hækkaði dreifikostnaður raforku hjá öllum dreifiveitum raforku nema HS Veitna.  Ef borin er saman hækkun á orkugjaldi almenns taxta hjá öllum dreifiveitum varð hækkunin mest hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR), 8,7% eins og sjá má í eftirfarandi töflu.

Veita, taxti 1. jan 2011 [kr/kWst] 1. jan 2012 [kr/kWst] Hækkun
Rarik, VO110 - Þéttbýli 4,68 4,91 4,9%
Rarik, VO130 - Dreifbýli 6,32 6,805 7,7%
OV, A10T - Þéttbýli 4,26 4,52 6,1%
OV, A10D - Dreifbýli 7,06 7,48 5,9%
Norðurorka, A1 4,32 4,45 3,0%
Rafveita Reyðarfjarðar* - 4,21 -
Orkuveita Reykjavíkur, A1 4,8 5,22 8,7%

* Ekki liggur fyrir verð hjá Rafveitu Reyðarfjarðar 1. jan. 2011

Þess ber að geta að í þessum gjöldum er innifalinn flutningur sem ekki hækkaði.  Hjá OR er hlutur flutnings 1,27 kr/kWst svo hækkunin á dreifihluta orkugjalds er því í raun 11,9% í þeirra tilviki.

Viðskiptavinir Norðurorku greiða nú lægst gjöld fyrir dreifingu og flutning raforku en viðskiptavinir Rarik í dreifbýli þau hæstu eins og hér sést:

Veita Orkugjald [kr/kWst] M.v. lægsta
Rafveita Reyðarfjarðar 4,21
Norðurorka 4,45 106%
HS Veitur 4,5 107%
Orkubú Vestfjarða 4,52 107%
Rarik, þéttbýli 4,91 117%
Orkuveita Reykjavíkur 5,22 124%
Rarik, dreifbýli 6,805 162%
Orkubú vestfjarða, dreifbýli 7,48 185%

HS Veitur hafa enn ekki hækkað sín verð en líklegt má telja að hækkana sé að vænta hjá þeim.  Við sjáum hér að notendur í dreifbýli á Vestfjörðum greiða 85% hærra orkugjald en þeir sem búa á dreifiveitusvæði Rafveitu Reyðarfjarðar.

Ef hækkanir eru skoðaðar nánar þá kemur í ljós að hjá sumum orkusölum er útfærsla þeirra er með mismunandi hætti eftir töxtum.  Þannig hækka einstakir þættir taxta mismikið hlutfallslega t.d. á B1 hjá OR.  Orkugjald hans hækkar um 3,8% en aflgjald og fast gjald um 12%.  Þessi breyting eykur vægi afltopps í orkuverði samanborið við orku og getur haft áhrif á það hvort taxtinn er hagstæðastur fyrir viðkomandi notkun eða ekki.  Þetta er einn af þeim þáttum sem vaktaðir eru hjá Orkuvaktinni.

Uppfært 10.01.2011

Verðum Orkubús Vestfjarða, dreifbýli og Rafveitu Reiðarfjarðar bætt við.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600