Heitt vatn heldur áfram að hækka í verði

FréttirFinnur Friðrik Einarsson og Friðrik V. Árnason29.1.2013

Heitt vatn heldur áfram að hækka í verði hjá stóru hitaveitunum á suðvesturhorni landsins

 

Orkuvaktin fylgist með gjaldskrám hitaveitna og hefur tekið saman þróun gjaldhækkana nokkurra hitaveitna frá október 2010 til janúar 2013. Orkuvaktin hefur birt sambærilegan samanburð reglulega frá því í maí 2011.

Verðskrá hitaveitna janúar 2013

Verð á heitu vatni í Reykjavík er ennþá tæplega 60% hærra en hjá nágrannasveitafélaginu Seltjarnarnesi, sem býður sem fyrr sínum viðskiptavinum ódýrasta vatnið á suðvesturhorninu.

Einnig var skoðað hvort breyting hefði orðið á fastagjaldi mæla og þar hafa hækkanir síðustu 12 mánuði mestar verið hjá OR eða 9% á meðan flestar aðrar veitur hafa hækkað þau um 4 til 5%. Fjarðabyggð lækkaði fastagjöldin hjá sér um 0,2% sem gerir heilar 74 kr/ári!

Fastagjöldin eru þó mjög breytileg eftir hitaveitu, eða frá 6.864 kr. (Seltjarnarnes) til 27.288 kr. (Fjarðabyggð)

Fastagjöld - Janúar 20133

Almennt er miðað við að heimili noti 3,6 rúmmetra af heitu vatni við að hita upp hvern fermetra heimilisins á ári.

Tökum dæmi: 100 m2 íbúð þarf 360 m3 af heitu vatni á ári.
Í Reykjavík er kostnaður við upphitun 45.000 kr.
auk fastagjalds uppá rúmar 15.000 kr.
Samtals 60.000kr./ári.

Í janúar 2012 var kostnaðurinn fyrir þessa sömu íbúð 56.900 kr.
sem er 5 % aukning milli ára (hækkunin er 18 % frá árinu 2010).

Á Seltjarnarnesi er sami kostnaður 33.600 kr./ári (var 29.200 kr. í október 2010).

Mesta hækkun fyrir meðalheimilið síðan í október 2010 er í Mosfellsbæ.
Þar hefur kostnaðurinn aukist um tæpar 15.000 kr./ári sem er 38% hækkun.

Árlegur kostnaður þessa meðalheimils eftir veitum má sjá í töflunni hér að neðan:

Meðalkostnaður heimila - Janúar 2013

Í Reykjavík voru 50.150 heimili í árslok 2011, ef gert er ráð fyrir að meðalstærð sé á bilinu 80 til 120 fermetrar og gert er ráð fyrir að meðalheimilið sé ekki að sóa vatni þá hefur hækkun síðustu 12 mánaða leitt til aukinna útgjalda fyrir heimili í Reykjavík sem nemur um 140 til 175 m.kr./ári.

Sú veita sem hefur verið með mestu hækkun frá 2010 er Hitaveita Mosfellsbæjar sem hefur hækkað sína verðskrá um 41,8 %, þó það hafi verið mikil hækkun frá 2010 þá er Hitaveita Mosfellsbæjar 40% lægri heldur en Hitaveita Fjarðabyggðar.

Ólafsfirðingar greiða lægsta rúmmetraverðið, en viðskiptavinir Orkuveitu Reykjavíkur borga 90% meira en Ólafsfirðingar en íbúar Fjarðabyggðar borga 150% meira heldur en Ólafsfirðingar.

Gjaldskrár - hlutfallskostnaður Janúar 2103

Reynsla orkuráðgjafa Orkuvaktarinnar er sú að umframnotkun heimila og fyrirtækja sé 20 til 60% af heitu vatni á ári, það er því möguleiki hjá flestum heimilum landsins að snúa vörn í sókn og lækka hitunarkostnað sinn, þó verðskráin hækki, með einföldum og oft ódýrum aðgerðum. Stór húsfélög og fyrirtæki geta sparað sér háar fjárhæðir með því að láta skoða orkunotkunina hjá sér og fá aðstoð frá sérfræðingum um hvernig draga megi úr sóun.

 

 

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600