Hækkun á heitu vatni

FréttirFriðrik Valdimar Árnason29.1.2015

Hækkanir á heitu vatni

Núna um áramótin voru gerðar breytingar á virðisaukaskattþrepi fyrir heitt vatn þar sem þrepið var hækkað úr 7% upp í 11%. Það á hinsvegar ekki við um verð á köldu vatni þar sem það er undanþegið virðisaukaskatti. Fyrir snjóbræðslur með sér rennslismælir mun virðisaukaþrepið lækka niður í 24% sem hefur verið 25,5% síðustu ár. Hækkunin á virðisaukaskattþrepi og gjaldskrám koma til með að haf áhrif á kostnað einstaklinga og sér í lægi fyrirtæki sem nota töluverða orku til upphitunar og framleiðslu.

Dæmi um verðhækkun fyrir fyrirtæki

Ef við tökum sem dæmi fyrirtæki  á höfuðborgarsvæðinu sem notar að meðaltali 15.000 m3 á ári af heitu vatni til upphitunar og eigin nota, þá er hækkunin um 4,5% á ári eða hækkun um 94.000 kr. á ári. Orkuframleiðandinn sem hækkar mest af þeim þremur sem voru fyrir valinu er Hitaveita Suðurnesja sem hækkar um 7,1% miðað við árið áður.

Hækkun heittvatn 01.2015

Ef Hitaveita Seltjarnarness er borin saman við Orkuveitu Reykjavíkur þá er kostnaður fyrir notkunin á samskonar fyrirtæki um 1.297.782 kr. á ári og mismunurinn því 760.601 kr. á ári í heitu vatni.

Reynsla orkuráðgjafa MainManager er sú að umframnotkun heimila og fyrirtækja sé 20 til 60% af heitu vatni á ári, það er því enn meiri möguleiki hjá flestum fyrirtækjum landsins að snúa vörn í sókn og lækka hitunarkostnað sinn, þó verðskráin hækki, með einföldum og oft ódýrum aðgerðum.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600