Þjónusta Orkuvaktarinnar

Sérfræðingar í orkumálum og loftræstikerfum

Orkuvakt ICEconsult státar sig af því að hafa til taks helstu sérfræðinga á landinu í málum sem snúa að orkunýtni, hagkvæmni í orkunotkun, hönnun og rekstri loftræstikerfa.  Við státum af áratuga reynslu á þessu sviði og árangursríku starfi fyrir viðskiptavini af öllum stærðum.

Forgreining á hagræðingarmöguleikum

Orkumál fyrirtækja og stofnana eru flókin og í flestum tilfellum er aðeins á færi sérfræðinga að svara spurningum á borð við:

  • Er raforkunotkun eðlileg?
  • Er heitavatnsnotkun eðlileg?
  • Er raforka keypt á hagstæðasta verði?
  • Hvernig nýti ég best orkuna?

Orkuvaktin býður upp á forgreiningu á hagræðingarmöguleikum fyrir fyrirtæki og stofnanir á mjög hagstæðu verði.

[sjá meira]

Innleiðing hagstæðustu raforkukaupa

Á landinu eru 6 raforkusalar og sem samtals hafa á þriðja tug taxta.  Einnig eru dreifiveitur með ýmsa taxta til að velja úr.  Val á hagstæðustu töxtum fyrir stærri notendur er aðeins á færi sérfræðinga.  Orkuvaktin tekur að sér inleiðingu hagstæðustu raforkukaupa fyrir meðalstór og stór fyrirtæki.

Reynslan sýnir að oft er mögulegt að lækka raforkukostnað um 5 - 15% með hagstæðustu innkaupum.

[sjá meira]

Innleiðing hagstæðustu orkunotkunar

Heitt vatn til upphitunar og rafmagn er nauðsynlegt við alla starfsemi á Íslandi.  Hjá Orkuvaktinni er áratuga reynsla fyrir hendi í því að tryggja hámarks nýtingu á þessum auðlindum.  Viðskiptavinir okkar eru allt frá litlum fjölbýlishúsum til stórfyrirtækja með starfsemi um allt land.

Reynslan sýnir að oft er hagkvæmt að ná á milli 5 og 10% sparnaði með  því að fara í gegn um þessi mál á þennan hátt.

[sjá meira]

Orkuvöktun

Vöktun er nauðsynleg til að halda þeim árangri sem næst við innleiðingu hagræðingar.  Markviss vöktun veitir einnig aðhald sem er nauðsynlegt til að sóun hefjist ekki að nýju, og hvetur til þess að betri árangur náist.  Bæði þekking á töxtum og meðvitund um orkunotkun leiðir til betri umgengni við þessar auðlindir og þar með lægri orkureikningi.

Reynslan sýnir að markviss orkuvöktun er arðsöm ef kostnaður hennar er innan við 3% af heildarorkukostnaði.

[sjá meira]

Kerfisvöktun

Orkuvakt ICEconsult hefur þróað sérstakt gæðakerfi fyrir kerfisvöktun loftræstikerfa og tækjaklefa (hitagrind) bygginga.  Þetta kerfi hefur verið útfært í MainManager og þar er haldið utan um öll gögn vegna skoðana, athugasemda sem upp koma í skoðunum, ábendinga og úrvinnslu þeirra.

Kerfisvöktun miðar að því að tryggja rétta virkni búnaðar með reglulegum yfirferðum.  Bilanir á búnaði geta orsakað mikla orkusóun og léleg innivistgæði.

[sjá meira]

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600