Forgreining
Orkumál fyrirtækja og stofnana eru flókin og í flestum tilfellum
er aðeins á færi sérfræðinga að svara spurningum á borð við:
- Er raforkunotkun eðlileg?
- Er heitavatnsnotkun eðlileg?
- Er raforka keypt á hagstæðasta verði?
- Hvernig nýti ég best orkuna?
Orkuvakt ICEconsult býr yfir öflugum verkfærum til greiningar á
þeim gögnum sem fáanleg eru frá veitufyrirtækjum auk þess að búa
yfir viðamiklum gagnagrunni yfir orkunotkun á Íslandi undanfarna
áratugi. Reynslan sýnir að flest fyrirtæki og stofnanir þar
sem orkukostnaður skiptir milljónum á ári geta hagrætt í orkumálum
sínum.
Hvað með kostnaðinn?
Eðlilega eru oft efasemdir um að aðgerðir í þessum efnum standi
undir kostnaði. Orkuvaktin byggir lifibrauð sitt á hagræðingu
fyrir sína viðskiptavini og aðgerðir geta aðeins skilað hagræðingu
ef þær eru arðsamar. Ef ekki er hægt að sýna fram á arðsemi
aðgerðar, kemur hún ekki til álita. Þetta á að sjálfsögðu
einnig við um allan kostnað við orkuráðgjöf og
vöktunarþjónustu.
Við hvaða árangri má búast?
Það kemur flestum á óvart hve miklir hagræðingarmöguleikar eru
til staðar en samkvæmt áratuga reynslu Orkuvaktarinnar er
raunveruleikinn eftirfarandi:
- Hjá 86% aðila hefur verið mögulegt að hagræða í innkaupum á
raforku um allt að 15% af heildarkostnaði
- Algengast er að sóun á heitu vatni sé á bilinu 20 - 60%
- Með greiningu á raforkunotkun og innleiðingu hagræðinga má
lækka rafmagnskostnað um allt að 10%
Hafðu samband við Orkuvaktina og við skoðum möguleikana á
orkusparnaði.