Innleiðing hagstæðustu raforkukaupa
Algengt er að arðsamasta aðgerð í orkumálum fyrirtækja og
stofnana sé breyting á orkukaupum. Þá liggur venjulega fyrir
hverjir hagræðingarmöguleikar eru enda skilar forgreining (sem
Orkuvaktin framkvæmir að kostnaðarlausu) þeim upplýsingum.
Það er aðeins á færi sérfræðinga að reikna út hvaða taxtar henta
best og bera saman tilboð orkusala. Þetta orsakast af því að
taxta og notkunargögn frá veitum eru bæði flókin og yfirgripsmikil,
og því þarf sérþekkingu og sérhæfð kerfi til að vinna úr
þeim. Meðal þess sem gert er þegar farið er í innleiðingu
hagstæðustu raforkukaupa er eftirfarandi:
- Taxtagreining dreifitaxta (allir taxtar viðkomandi
dreifiveitu).
- Taxtagreining orkutaxta (allir taxtar allra orkusala).
- Möguleikar á hagræðingu með sammælingu ef um marga mæla er að
ræða.
- Tilboða aflað frá orkusölum og unnið úr þeim á samræmdum
grunni.
- Innleiðing á hagstæðustu orkukaupum.
Við greiningarvinnu byggir Orkuvaktin á 15 ára reynslu á
raforkumarkaði sem og þekkingu á öllum
innviðum kerfisins. Sérstakt hugbúnaðarkerfi hefur verið
þróað sem nýtir öll rafræn gögn sem þessir innviðir bjóða upp
á. Það gerir Orkuvaktinni kleift að bjóða þessa
þjónustu á mun hagstæðara verði en þekkst hefur.
Þegar hagstæðustu orkukaup hafa verið innleidd býður orkuvaktin
upp á vöktunarþjónustu [sjá hér] sem m.a. gefur til kynna ef
notkun er ekki lengur á hagstæðasta taxta. Þannig má tryggja
að orka sé ávalt keypt á hagstæðasta verði.