Orkuvöktun

Vöktun er nauðsynleg til að halda þeim árangri sem næst við innleiðingu hagræðingar.  Markviss vöktun veitir einnig aðhald sem er nauðsynlegt til að sóun hefjist ekki að nýju, og hvetur til þess að betri árangur náist.  Bæði þekking á töxtum og meðvitund um orkunotkun leiðir til betri umgengni við þessar auðlindir og þar með lægri orkureikningi.

Orkuvöktun er boðin í ýmsu umfangi:

 • Handvirkur innsláttur álestra eða sjálfvirk gagnasöfnun
 • Vefaðgangur og skýrslur til eigin vöktunar
 • Vöktun sérfræðings
  • Árleg
  • Ársfjórðungsleg
  • Mánaðarleg

Hjá minnstu fyrirtækjunum svarar oft ekki kostnaði að láta sérfræðing sinna vöktuninni og því er þetta mikilvægt verkfæri fyrir stjórnendur til að sinna lágmarks eftirliti með þessum málum.

Skýrslur

Áskrifendur að orkuvöktun fá aðgang að vef þar sem nálgast má skýrslur til að skoða þróun orkunotkunar og kostnaðar.  Enn sem komið er sín hvor lausnin í gangi fyrir rafmagn og heitt vatn, en unnið er að sameiningu þessara lausna.

Dæmi um skýrslur sem fá má sjálfvirkt í raforkuvöktun eru:

 • Ársskýrslur/Ársáætlanir
  • Mynd af heildarnotkun og heildarraunkostnaði eftir mánuðum.
  • Sundurliðun heildarnotkunar og raunkostnaður mánaða
  • Sundurliðun notkunar og kostnaðar einstakra mælingar.
 • Mánaðarskýrslur
  • Heildarkostnaður, orkunotkun og orkuverð hvers nýliðins mánaðar sýndur í tölum og myndum samanborinn við mánuðinn á undan eða sama mánuð ársins á undan.
  • Kostnaðurinn er sýndur á grafi þar sem sjá má kostnað hvers dags.
  • Dýrasti dagur mánaðarins sýndur á grafi með klukkutímaupplausn.
  • Hér er unnið með samtalsgögn allrar tímamældrar notkunar sem fyrirtækið er með.
  • Undirkafli fyrir hverja mælingu.
 • Vikuskýrslur
  • Samanburður notkunar og afltopps
   • Við síðustu 10 vikur
   • Við síðasta ár
  • Graf með viðkomandi viku teiknaða inn með hágildum og lággildum síðustu 10 vikna
  • Graf sem sýnir notkun og afltoppa síðustu 10 vikur

Vefur

Vefurinn gerir er tæki notenda til að skoða orkukostnaðinn, notkunina og orkuverðið á grafi og í töflu. Eftirtaldar sýnir eru til staðar:

 • Kostnaður
 • Orka
 • Kostnaður og orka
 • Kostnaður samanborinn við síðasta tímabil
 • Orka samanborin við síðasta tímabil
 • Kostnaður samanborinn við sama tímabil síðasta árs
 • Orka samanborin við sama tímabil síðasta árs
 • Orkuverð
 • Orkuverð samanborið við síðasta tímabil
 • Taxtaskiptur kostnaður
 • Taxtaskipt notkun

Skoða má hverja mælingu fyrir sig en hafi fyrirtækið fleiri en eina tímamælingu má einnig skoða heildina.  Að auki er hægt að sækja öll gögn sem birt eru á Excel lesanlegu sniði.

Hægt er að sækja skýrslur eins langt aftur í tíman og gögn leifa.  Skýrslur eru sóttar á PDF sniði.

 

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600