Innleiðing hagstæðustu orkunotkunar

Heitt vatn til upphitunar og rafmagn er nauðsynlegt við alla starfsemi á Íslandi.  Hjá Orkuvaktinni er áratuga reynsla fyrir hendi í því að tryggja hámarks nýtingu á þessum auðlindum.  Viðskiptavinir okkar eru allt frá litlum fjölbýlishúsum til stórfyrirtækja með starfsemi um allt land.

Heitt vatn

Hitakerfi eru flókin kerfi með hlutum sem eru gjarnir á að bila.  Bilanir leiða til sóunar sem ekki er gott að finna.  Eina vísbendingin kann að vera hátt hitastik á bakrás og óþarflega mikið rennsli.

Sérfræðingar Orkuvaktarinnar hafa áratuga langa reynslu í lagfæringu bilana af þessu tagi.  Ennfremur getur Orkuvaktin reiknað hver eðlileg notkun á að vera miðað við þá starfsemi sem er til staðar og þannig tryggt að orku sé ekki sóað.  Þegar notkun hefur verið stillt af býður Orkuvaktin upp á ýmsar útgáfur af vöktun, allt frá því að álestrar séu slegnir inn í gegn um vefaðgang, til  sjálfvirkrar vöktunar með skráningu á klukkustundar fresti.

Reynsla Orkuvaktarinnar er að algengast sé að notkun á heitu vatni sé á milli 20 og 60% umfram það sem þörf er á.

Rafmagn

Raforkunotkun er frábrugðin orku til hitunar að því leiti að ekki er mögulegt að reikna fyrirfram hvaða notkun er eðlileg fyrir viðkomandi starfsemi.  Því þarf að fara í gegn um viðkomandi starfsemi og skrá alla raforkunotkun (e. energy audit) til að hægt sé að meta möguleika til hagræðingar.

Markviss greining orkunotkunar leiðir í ljós þá sparnaðarmöguleika sem fyrir hendi eru.  Með arðsemisgreiningu má svo finna þær aðgerðir sem hagkvæmt er að framkvæma.

Reynslan sýnir að hagkvæmt er að ná á milli 5 og 10% sparnaði með  því að fara í gegn um þessi mál á þennan hátt.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600