Kerfisvöktun

Orkuvakt ICEconsult hefur þróað sérstakt gæðakerfi fyrir kerfisvöktun loftræstikerfa og tækjaklefa (hitagrind) bygginga.  Þetta kerfi hefur verið útfært í MainManager og þar er haldið utan um öll gögn vegna skoðana, athugasemda sem upp koma í skoðunum, ábendinga og úrvinnslu þeirra. Eftirfarandi aðilar nota kerfið við sína vinnu:

  • Viðskiptavinir með MainManager
  • Þjónustuaðilar loftræstikerfa
  • Orkuvaktin

Kerfisvöktun loftræstikerfa byggir á gæðakerfinu Hitamenning og með því er tryggt að:

  • Innivistgæði séu viðunandi
  • Kerfi vinni samkvæmt hönnunarforsendum
    • Reglulegar prófanir mikilvægar t.d. vegna öryggismála
  • Orkunýtni sé eðlileg
  • Hámarks endingu kerfisins

Kerfisvöktun tækjaklefa miðar að því að tryggja rétta virkni búnaðar í tækjaklefanum með reglulegum yfirferðum.  Bilanir á búnaði í tækjaklefa geta orsakað mikla orkusóun.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600