Fróðleikur um raforkukostnað

Raforkukostnaður samanstendur af mörgum kostnaðarliðum og sem rekja má til margra þjónustuaðila sem vinna að því að koma raforkunni til skila.  Þessir aðilar eru:

  • Orkuframleiðendur, virkjanir
  • Landsnet sem flytur orku milli landshluta
  • Dreifiveitur sem dreifa raforku til notenda
  • Orkusalar sem sjá um smásölu á raforku
  • Ríki sem leggur skatt á orkuna og virðisaukaskatt á alltsaman

Þetta veldur því að rafmagnsreikningar verða oft í ótal liðum og samhengi orkunotkunar og kostnaðar illskiljanlegt og ógagnsætt. Í krækjunum hér til vinstri er að finna ýmsan fróðleik sem ætlað er að varpa ljósi á þetta samhengi.

ICEconsult Mörkinni 6 108 Reykjavík orkuvaktin(hjá)orkuvaktin.is Sími: 412 8600