Afl og orkugjaldskrár
Fyrir meðalstór og stór fyrirtæki með reglulega starfsemi er afl
og orkugjaldskrá oft hagstæðust. Þessar gjaldskrár er samsett
þannig að hluti gjaldsins er orkugjald (kr/kWst) og hluti þess
miðast við afltopp viðkomandi árs (mesta meðalafl í 15 eða 60
mínútur). Margar útfærslur af þessari gjaldskrá eru í notkun
og snúa þær bæði að orkugjaldi og afli. Orkugjaldið er annað
hvort það sama allt árið (algengt hjá dreifiveitum) eða mismunandi
eftir vetrartíma og sumartíma. Enn fleiri útfærslur eru á
aflgjaldi en þar eru fjórir þættir breytilegir:
- Lengd á mælitíma (15 eða 60 mínútna meðalafl)
- Tímabil sem afltoppur kemur til gjalds (t.d. allt árið eða bara
vetur)
- Útreikningur gjaldfærðs afltopps (t.d. hæsti toppur eða
meðaltoppur)
- Mismunandi vægi afltopps eftir tímabilum (t.d. 70% vægi
sumarafltoppa)
Þessu til viðbótar eru vægi afls og orku í gjaldskrám einnig
mismunandi milli þjónustuaðila og það getur haft veruleg
áhrif.
Til að sjá með berum augum hvernig mismunandi útfærslur hafa áhrif
á samhengi orkunotkunar og raunkostnaðar má skoða eftirfarandi
myndir.

Á þessari mynd kemur greinilega fram mikill munur á
raunkostnaði orku á vetri og sumri. Ástæða þess er sú að hjá
Orkuveitu Reykjavíkur er aflgjald eingöngu reiknað af afltoppum
yfir vetrarmánuðina. Venjulegur dagur hér að sumri kostar
allt að 7 þkr en við sjáum að vetrardagar kosta þrefalt það og
dýrasti dagur ársins um miðjan desember kostar yfir 50 þkr.
Þær gjaldskrár sem notaðar eru til grundvallar eru B1 í dreifingu
(hæsti 15 mín toppur gjaldfærður) og B1SA60 í orku (meðaltal
fjögurra hæstu 60 mínútna mánaðarafltoppa).
Ef sama mæling er borin saman við útfærslu er borin saman við
mælingu hjá HS Veitum og HS Orku kemur önnur mynd í ljós. Hér
er afl reiknað yfir allt árið og því er raunkostnaður

jafn yfir allt árið. Gjaldfærður afltoppur bæði í
dreifingu og orku er meðaltalsafltoppur fjögurra hæstu 60 mínútna
mánaðarafltoppa.
Enn önnur mynd blasir við þegar mælingin er skoðuð á gjaldskrám
Rarik og Orkusölunnar eins og sést á eftirfarandi mynd.

Hér er afltoppur reiknaður yfir allt árið en dregið er úr vægi
hans yfir sumartímann og á næturnar um vetur. Þá er vægi
afltoppa 70% á við vetrardaga.
Á ofangreindum myndum er útfærsla gjaldskránna mjög áþekkar enda
eru orkusalarnir upprunnir hjá viðkomandi dreifiveitu. Til að
sjá dæmi um áhrif þess að skipta um orkusala er hér sýnd mynd þar
sem dreifiveita er sú sama og á síðustu mynd, Rarik, en orkusali er
nú HS Orka.

Þó ofangreindar gjaldskrár séu allar af sömu grunntegund er
augljóst að talsverðu máli skiptir hvernig notkunarmynstur
viðkomandi fyrirtækis er hvaða útfærsla er hagstæðust.
Þess ber að geta að algengt er að aflgjald sé innheimt með jöfnum
hætti allt árið þó afl sé eingöngu gjaldfært að vetri. Þannig
er ekki víst að orkureikningar endurspegli raunkostnað.