Tímaháðar gjaldskrár
Ef einingarverð á orku er mismunandi innan dagsins er talað um
tímaháða gjaldskrá. Ýmsar útfærslur eru af þessum gjaldskrám
og er um 2, 3 eða 4 mismunandi verð að ræða og uppbyggingin er
mismunandi eftir þjónustuaðilum.
Þjónustuaðili
|
Uppbygging
|
Orkuveita Reykjavíkur (dreifing og orkusala)
HS Orka
HS Veitur
|
Þrískipt gjaldskrá
- lágverði á sumrin (maí - sept.) og vetrarnóttum
- miðverði á daginn á haust (okt) og vormánuðum (mars og apríl)
og miðdags og um helgar um vetur (nóv. - feb.)
- háverði sem gildir morgna og síðdegi á virkum dögum um vetur,
nóv. - feb.
|
Orkusalan
|
Fjórskipt gjaldskrá
- Verðþrep 1 (lægst) á sumrin, jún. - ág.
- Verðþrep 2 (næstlægst) í maí og sept.
- Verðþrep 3 (næsthæst) í okt., mars og apríl, um helgar og á
næturtíma um vetur (nóv - feb)
- Verðþrep 4 (hæst) á dagtíma á virkum dögum um vetur
|
Rarik
|
Þrískipt gjaldskrá
- Sumargjald, maí - sept.
- Vetrarnætur, næturtími okt. - apr.
- Vetrardagar, dagtími okt. - apr.
|
Norðurorka
Fallorka
|
Tvískipt gjaldskrá
|
Þrátt fyrir að uppbygging gjaldskráa sé lík, þá geta
verðhlutföll verið mismunandi milli þjónustuaðila. Allt hefur
þetta áhrif á það hvaða gjaldskrá hentar viðkomandi starfsemi og
hvaða hagræðingarmöguleikar eru fyrir hendi.
Ef við skoðum dæmi um samhengi notkunar og kostnaðar með sama
hætti og fyrir afl og orkugjaldskrár og notum sömu mælingu og þar
var notuð má sjá samhengið hjá Orkuveitu Reykjavíkur á eftirfarandi
mynd.

Hér fyrir neðan er samsvarandi mynd fyrir Rarik og
Orkusöluna.

Hér er augljóslega mikill munur á því hvernig kostnaður fellur
til og þess vegna þarf að vanda valið þegar kemur að því að velja
orkusala og gjaldskrár.